Fréttir

Karfa: Konur | 5. desember 2007

Toppslagur í kvöld í Keflavík

Keflavík mætir Íslandsmeisturum Hauka í kvöld í Sláturhúsinu í Iceland Express deild kvenna. Bæði lið hafa 16 stig á toppi deildarinnar en Keflavík á einn leik til góða á Hauka. Bæði lið léku erfiða leiki í síðustu umferð þar sem Haukar mörðu eins stigs sigur á Val og Keflavík lá í framlengingu gegn Grindavík.

Keflavík hefur frumkvæðið í viðureignum liðanna í vetur og ætla sér sigur í leiknum í kvöld. Kesha lék sinn fyrsta leik með liðinu í nokkur tíma  gegn Grindavík og verður að sjálfsögðu með í kvöld.

 

Pálína mætir sina gamla félagi í kvöld