Tracy Walker leysir Keshu af
Íslandsmeistarar Keflavíkur hafa samið við bandaríska leikmanninn Tracy Walker og mun hún taka við af TaKeshu Watson í Keflavíkurliðinu sem hefur verið einn sterkasti leikmaður deildarinnar síðastliðin tvö ár.
Tracy Walker kemur úr Santa Clara háskólanum í Bandaríkjunum og leikur stöðu bakvarðar. Walker var með 12,7 stig að meðaltali í leik á sínu síðasta skólaári með Santa Clara, tók 5,3 fráköst og lék að jafnaði í 37,8 mínútur í hverjum leik.
Með því að smella hér er hægt að nálgast myndband af Walker í leik með Santa Clara.
karfan.is