Tveir tiltlar á einum degi í Toyotahöllinni
Keflavík er meistari meistararanna með réttu, því bæði lið okkar fögnuðu titli í Toyotahöllinni á dag. Stelpurnar unnu Grindavík, 73-68 og strákarnir unnu Snæfell, 73-77 en bæði liðin léku útlendinga.
Stelpurnar spiluðu fína vörn gegn Grindavík en sóknin var frekar stirð og þarf að slípa hana til fyrir fyrsta leik í Iceland Express-deildinni. Keflavík var með forustu í hálfleik, 47-53 og grípum við hér niður í frétt um leikinn á karfan.is Keflavík fór að nýta sér varnarvinnuna og setja hana á stigatöfluna í upphafi þriðja leikhluta en þegar leikhlutinn var hálfnaður var munurinn kominn upp í 9 stig, 55-46, og Grindavík hafði aðeins skorað 3 stig í leikhlutanum. Grindavík var þó ekki á þeim buxunum að gefa eftir því Keflavík skroaði ekki stig næstu 4 mínúturnar og var munurinn því kominn niður í 4 stig aftur þegar um það bil mínúta var eftir. Keflavík hafði því ennþá fimm stiga forskot, 57-53 þegar þriðja leikhluta lauk. Bæði lið voru í bullandi vandræðum að koma boltanum ofaní korfuna í seinni hélfleik og taldi hvert sig í raun mun meira efitr því sem leið á leikinn. Lokamínúturnar voru æsispenanndi en bæði lið pressuðu og gáfu ekkert eftir neinstaðar á vellinum. Þegar ein mínúta var eftir var munurinn aðeins tvö stig, 70-68, Keflavík í vil. Það varð svo pressuvörn Keflavíkinga sem varð Grindavík endanlega að falli því kefalvík hafði betur á lokasprettinum og skoraði þrjú seinustu stig leiksins og höfðu þar með 5 stiga sigur, 73-68.
Pálína Gunnlaugsdóttir var með 18 stig en næstar voru Svava Ósk Stefánsdóttir með 17 stig og Birna Valgarðsdóttir með 14 stig og 7 stolna bolta
Strákarnir byrjuðu leikinn gegn Snæfell af krafti og höfðu forustu eftir 1. leikhluta, 18-13. Gestirnir náðu góðu áhlaupi rétt fyrir hlé og enduðu á flautukörfu frá Sigurði Þorvaldsyni og staðan 47-48. Keflavík náði svo þægilegri forustu fljótlega í seinni hálfleik sem þeir létu aldrei af hendi. Hlynur Bæringsson setti þó niður 3. þrista með stuttu millibili og saxaði forskotið niður í 4.stig. Lengra komust þeir þó ekki því vörn okkar var í fínu lagi það sem eftir lifði leiks. Hörður Axel átti góðan seinni hálfleik og á eftir að nýtast liðinu vel í vetur. Gamla brýnið Hjörtur Harðarson spilaði með í leiknum og komst vel frá sínu ásamt Sverri Þór og Sigga sem var stigahæstur í leiknum.
Eins og hjá stelpunum var vörnin fín en sóknin oft á tíðum frekar stirð. Gestirnir réðu illa við pressuvörn okkar með Sverri Þór fremstan í flokki. Meira mun mæða á strákunum okkar í vetur og þurfa fleirri að taka á sig aukna ábyrgð. Jonni var góður í vörninni að vanda en þarf að sækja meira af körfunni í vetur.
Stigahæstir voru: Siggi Þorsteins. með 18 stig, Hörður með 15. stig, Sverrir 14.stig og Þröstur 8.stig.
Jón Norðdal fyriliði tekur á móti fyrsta titli tímabilsins.
NR. 2 hjá Ingibjörgu og félögum.