Tvö töp í dag hjá 9. flokki
9. flokkur drengja (9. bekkur grunnskólans) lék í dag tvo leiki, í fyrstu umferð af fjórum, í Íslandsmóti vetrarins. Fyrri leikurinn var á móti Breiðablik og tapaðist hann 34 - 55 eftir nokkuð jafnan leik framan af. Seinni leikurinn var á móti Ármanni sem er að öðrum liðum ólöstuðum er besta lið riðilsins. Sérstakt að þetta lið Ármanns sé að leika í b-riðli. Leikurinn var einungis jafn fyrstu lotuna en síðan skildu leiðir og Ármenningar sigruðu 41 - 84
Gaman var að sjá dómara leikjanna í dag, en úrvalsdeildardómarar eru að undirbúa og æfa sig í að dæma í þriggja dómara kerfi. Sem þýðir einfaldlega að þrír dómarar dæma leikinn í stað tveggja eins og verið hefur, en stefnt er að því að taka þetta kerfi upp í Iceland Express deild karla á næsta ári. Leikir dagsins voru því dæmdir af þremur úrvalsdeildardómurum. í allan dag þverfótaði ekki í íþróttahúsi Kennaraháskólans fyrir alvöru dómurum. Ekki oft sem slík dómgæsla sést í b-riðlum yngriflokka á Íslandi.
Áfram Keflavík !
Efri röð frá vinstri: Knútur, Guðmundur, Birkir, Sigurþór (fyrir aftan) Tryggvi, Máni og Benidikt (meiddur)
Neðri röð frá vinstri: Eiður, Kristinn, Hjálmar og Árni.