Fréttir

Karfa: Yngri flokkar | 20. febrúar 2008

Tvöföld bikarúrslit hjá 9.fl. kvenna

Stelpurnar í 9. flokki eru komnar í bikarúrslit KKÍ bæði í 9. og 10. flokki.

 

S.l. fimmtudagskvöld lögðu þær 10. flokk Grindavíkur á útivelli í undanúrslitum með einu stigi 33-32,  en stelpurnar hafa spilað sem b-lið í þeim flokki. 

Þær voru þó ekki sjálfum sér líkar framan af leik, sóknarleikurinn gekk stirðlega gegn baráttuglöðum Grindavíkurstúlkum  sem náðu fljótlega forustu í leiknum og leiddu hann lengst af.  Þegar leið á síðari hálfleik sýndu okkar stelpur hinsvegar úr hverju þær eru gerðar, unnu upp forskot Grindvíkinga með öflugri pressuvörn og höfðu dramatískan sigur að lokum.  Mikill baráttuleikur þar sem sigrinum var landað á lokamínútunni.

Stigaskor Keflavíkur:  Telma 10, Árný 8, María 4, Árnína 4, Sigrún 3, Lovísa 2, Anita 2.   Kristjana Vigdís, Soffia, Sara,  Eva Rós H. og Eva Rós G. tóku einnig þátt í baráttunni en náðu ekki að skora.

Kvöldið eftir voru þær mættar í Ljónagryfjuna þar sem þær unnu stóran sigur á Njarðvík í undanúrslitum 9. flokks.  Þess ber þó að geta að lið Njarðvíkur var að mestu skipað 8.flokki félagsins í þessari keppni.  Lokatölur urðu 93-32.  Allar stelpurnar náðu að skora í leiknum.  

Stigaskor Keflavíkur:  María 16, Telma 14, Árný 13, Sigrún 12, Árnína 9, Soffía 8, Eva Rós G. 8,  Kristjana V. 5, Anita 4, Lovísa 3 og Erna 1.

Úrslit yngri flokka í Bikarkeppni KKÍ mun fara fram 1.-2. mars á Selfossi og verður keppnin í umsjá  FSU.  Í 10. fl. munu þær mæta Haukum og í 9. fl. UMFH.

9. flokkur kvenna hefur átt frábæru gengi að fagna á Íslandsmótiu í vetur.  Þær hafa telft fram bæði A og B liði líkt og í fyrra og það er skemmst frá því að segja þetta hafa verið tvö bestu liðin í mótinu í vetur.  Raunar hefur A-liðið ekki tapað leik í tvö ár eða síðan 25. feb. 2006.  Frábær frammistaða hjá stelpunum.