Fréttir

Karfa: Yngri flokkar | 11. mars 2006

Um 1000 krakkar á stærsta Samkaupsmótinu til þessa

Það er mikið um að vera í Íþróttahúsum bæjarins nú um helgina enda á milli 950 og 1000 körfuboltakrakkar að taka þátt í Samkaupsmótinu. Mótið er því orðið stærsta Samkaupsmótið til þessa og gestum fjölgar mikið ár frá ári. Liðum fjölgaði um 21 í ár en í fyrra voru þau 124 en þau verða 145 að þessu sinni og því verða spilaðir 359 leikir á 12 völlum. Aðal staðurinn er Íþróttahúsið við Sunnubraut þar sem helmingur vallana er, en einnig er spilað í Heiðaskóla, Akademíunni og í Njarðvík.

Heimasíða Samkaupsmótsins