Fréttir

Karfa: Karlar | 28. október 2007

Umfjöllun í fjölmiðlum skapaði rétta hugafarið í sigri á Njarðvík

Keflavík skellti sér á toppinn í Iceland Express deildinni með sigri á Njarðvík í hörkuleik, 63-78 í Ljónagryfjunni í kvöld.

Umfjöllun fjölmiðla vakti Keflavíkurliðið til reiði fyrir leikinn sem skilaði sér í frábæri vörn allan leikinn. Umfjöllun fjölmiðla hafði verið síðustu daga á þá leið, að Njaðvíkingar hefðu unnið þrjá leiki í röð og mikið var gert úr sigri þeirra á ÍR á meðan lítið var fjallað um sigur Keflavíkur á sama tíma. Bæði lið höfðu fyrir leik kvöldsins unnið þrjá fyrstu leiki sína en eftir leik kvöldsins situr Keflavíkurliðið eitt á toppnum.

Strákarnir mættu af krafti í leikinn og var byrjunarliðið skipað þeim Magga, Jonna, Anthony, B.A og Tommy. Sá síðast nefndi virtist alvag laus við stress í alvöru nágrannaslag og var funheitur í sóknarleik liðsins.  Hann skoraði fyrstu 7 stig leiksins og var komin með 18. stig í hálfleik. Anthony Susjnara var einnig mjög góður en fékk heldur ódýrar villur og var kominn með 3. villur í fyrrihálfleik og var hvíldur eftir það. Þó að Keflavíkurliðið væri að spila vel náðu þeir ekki að hrista heimamenn af sér en voru þó með 9. stiga forustu eftir fyrsta leikhluta, 14-23.

Njarðvíkingar komust betur inn í leikinn í 2. leikhluta með Brenton í brotti fylkingar. Forskot Keflavíkur í hálfeik var 6 stig, 38-44 og von á spennandi seinnihálfleik. Pirringur á milli Jóhanns og Tommy undir lok leikhlutans þar sem Jóhann virtist skalla Tommy varð til þess að báðir fengu á sig villu réttilega.

Frábær barátta liðsins hélt áfram í seinnihálfleik og menn að kasta sér á eftir lausum boltum. Sóknarleikur beggja liða í þriðja leikhluta var ekki upp á marga fiska og spennustigið hátt. Mistök leikmanna og dómara rann saman í eitt en það sem skildi þó liðin af, var meira barátta Keflavíkur sem fengu 2-3 þrjár tilraunir í nokkrum sóknum í röð.  Liðin skoruðu aðeins 14-12 stig í leikhlutanum og staðan því 50-48 fyrir lokaleikhlutann.

Keflavíkingar voru mun ákveðnari í loka leikhlutanum og hirtu flest þau fráköst sem í boði voru. Magnús Þór Gunnarsson setti niður tvo mikilvæga þrista af mikilli yfirvegun og slökkti þar með endalega vonir heimamanna á að komast inní leikinn. Keflavík leiddi því allan leikinn og spilaði góða vörn enda ekki slæmt að halda Njarðvíkingum í aðeins 63 stigum á sínum heimavelli. Tommy var sem fyrr sagði mjög góður í fyrrihálfleik og B.A. Walker í þeim seinni. Jonni, Maggi, Gunni, Arnar og Siggi komust allir mjög vel frá sínu og það var liðsheildin sem skóp mikilvægan sigur kvöldsins. Anthony Susjnara lendi í villuvandræðum og spilaði því aðeins 16. mín. í leiknum.

Næsti leikur liðsins er gegn ÍR á heimavelli á fimmtudaginn kemur. Allir á völlinn, áfram Keflavík.

Stigahæstir vour Tommy Johnson 18 stig og B.A. Walker einnig með 18. stig og 7. fráköst. Maggi skoraði 9 stig, Jonni var með 8 stig og 8 fráköst, Arnar 8. stig, Anthony Susjnara 7 stig og 6. fráköst, Gunni 6. stig, og Siggi 4. stig og 6. fráköst.

Tölfræði leiksins.

Leikmenn þakka góðan stuðning áhorfenda í leikslok. ( mynd af vf.is )