Fréttir

Körfubolti | 2. janúar 2006

UMFN kærir AJ

Körfuknattleiksdeild UMFN ákvað í dag að kæra okkar mann AJ Moye til KKI. Vilja Njarðvíkingar meina að AJ hafi gefið Jeb Ivey viljandi olbogaskot þegar dæmd var villa á Ivey. Mikil baráta var um boltann þegar þetta gerðist og dæmd villa á Ivey sem ætlaði samt að ná til boltans þegar búið var að dæma á hann og uppskar olbogaskot.  Málið verður tekið fyrir á næstu dögum.

Svona lýsa Njarðvíkingar atburðarrásinni á heimasíðu sinni :  ''Fjórði leikhluti var leiðinlegur. Keflvíkingar léku grófan leik og AJ Moye gerðist td sekur um ljótt brot er hann gaf Jeb olnbogaskot eftir að dómarinn hafði dæmt villu á Jeb. Arnar Freyr fylgdi því eftir með því að sparka í Jeb og okkar maður var eðlilega ekki sáttur við málin og uppskar tæknivillu.'' 

Smá grænn litur á þessari lýsingu : )