Fréttir

Undanúrslit í VÍS bikar
Körfubolti | 14. mars 2022

Undanúrslit í VÍS bikar

Á miðvikudaginn er komið að undanúrslitum í VÍS bikarnum hjá körlunum. Við viljum biðja alla að fjölmenna með okkur í Smárann og styðja liðið til sigurs.  

Keflavík mætir Stjörnunni og hefst leikurinn kl. 17:15 í Smáranum í Kópavogi.  Bus4U býður uppá fríar sætaferðir á leikinn og verður lagt af stað frá Bluehöllinni kl. 15:45.

Öll miðasala fer fram í gegnum Stubb.

Ef við vinnum þennan leik þá verður úrslitaleikurinn næstkomandi laugardag kl. 17:00 einnig í Smáranum

Þess má einnig geta að 9. flokkur stúlkna leikur einnig til úrslita í bikar laugardaginn 19. mars gegn Stjörnunni kl. 10:00