Undanúrslit!! Skallagrímur í Sláturhúsið á laugardaginn.
Spennan er svo sannalega að magnast í úrslitakeppninni enda er komið að undanúrslitum og fjögur bestu liðið Íslands að etja kappi. Okkar mótherji þetta árið er Skallagrímur
úr Borgarnesi sem er í fyrsta skipti í undanúrslitum síðan árið 1993 ef mig minnir rétt. Árið 1993 voru það einmitt við sem sem sáu til þess að Skallagrímur kæmust ekki lengra, því Keflavík sigraði einvígið 2-1. Keflavík hefur aftur á móti verið í undanúrslitum 6. ár í röð og Íslandsmeistari síðustu þrjú árin. Reyndar hefur Keflavík oftast allra liða hampað stóra bikarnum sem Sindara Stál gaf árið 1987, alls 8 sinnum.
Skallagríms liðið kom mikið talsvert breitt til leiks þetta árið en Valur Ingimundarsson hefur verið að gera góða hluti með liðið. Til liðsins kom Axel Kárason sprækasti
leikmaður Tindastóls í fyrra, Pétur Sigurðsson stigahæsti Íslendingur KFÍ í fyrra og leikstjórnandinn Dimitar Karadzovski sem hefur átt gott tímabil. Liðið skipti svo
út kananum í tímabilinu og fékk til sín George Byrd sem er frákasta kóngur deildarinnar í ár og var m.a. með 17 fráköst að meðaltali í leikjunum á móti Grindavík.
Með liðinu leikur Makedóninn Jovan Zdravevski sem kom til liðsins á síðasta tímabili. Jovan er þeirra stighæsti leikmaður með r 23.6 stig að meðaltali í leik í vetur og með góða þriggja
stiga nýttingu. Það eru reyndar fleirri en Jovan sem hafa verið að hitta vel úr þriggja stiga skotum í vetur. Skallagrímur er með flestar þriggja stiga körfur í leikjum í vetur og
leikmenn eins og Pétur, Dimitar, Axel og Hafþór geta allir skotið fyrir utan.
Spurningin er því hvernig verður Byrd stöðvaður undir körfunni og Jovan sem virðist alltaf ná að skora yfir 20 stig í leik. Jovan varð reyndar að ósk sinni að mæta
Íslandsmeisturum Keflavíkur, því eftir lekinn í Grindavík kallaði hann ´´Keflavík næst´´. Er Jovan og Skallagrímsliðið tilbúið í Keflavíkurliðið? Þetta kemur allt í ljós
í Sláturhúsinu á laugardaginn kemur. Þetta er rimma sem enginn ætti að missa af. ÁFRAM KEFLAVIK.