Fréttir

Undirbúningur fyrir bikarleikinn gengur vel - Stutt viðtal við Söndru Lind
Karfa: Konur | 24. janúar 2013

Undirbúningur fyrir bikarleikinn gengur vel - Stutt viðtal við Söndru Lind

Keflavíkurstúlkur mæta Snæfelli í 4-liða úrslitum Poweradebikarsins nk. laugardag kl. 15.00 á Stykkishólmi. Keflavík hefur unnið alla leiki þessara liða í deildinni og ættu því að fara fullar sjálfstraust í leikinn, þó ljóst sé að um gífurlega erfiðan leik verður að ræða.

Sandra Lind Þrastardóttir er ein þeirra leikmanna Keflavíkurliðsins sem hafa verið að spila vel í vetur þrátt fyrir ungan aldur og hefur hlutverk hennar aukist mikið frá því í fyrra. Hefur hún skilað 4 stigum og 5 fráköstum á þeim 16 mínútum sem hún spilar að meðaltali í leik.

Hvernig gengur að undirbúa sig fyrir stórleikinn?
Það gengur bara vel

Hvað þurfi þið að gera til að komast í úrslitaleikinn?
Við þurfum að koma tilbúnar í leikinn frá fyrstu mínútu og spila af meiri hörku og krafti en Snæfell. Einfaldlega vilja þetta meira en Snæfells stelpurnar!

Er Keflavík að fara að taka bikarinn í ár?
Við förum auðvitað í alla leiki til að vinna og hvað þá ef það er bikar í boði