Fréttir

Ungir Keflvíkingar fyrirferðamiklir
Körfubolti | 1. desember 2016

Ungir Keflvíkingar fyrirferðamiklir

Landsliðsþjálfarar KKÍ hjá U15, U16 og U18 ára liðunum eru búnir að velja og boða þá leikmenn sem eiga að mæta til æfinga milli jóla og nýárs.
 
Þjálfarar yngri landsliðanna tilkynntu og boðuðu leikmenn með bréfi rafrænt í dag og hafa formenn félaga sem eiga leikmenn í æfingahópunum fengið upplýsingar um valið að auki.
 
Alls eru 177 leikmenn boðaðir frá 19 félögum KKÍ að þessu sinni. Öll liðin, lið drengja og stúlkna, munu æfa tvisvar sinnum á dag, þrjá daga milli jóla og nýárs. Verið er að ganga frá æfingum þessa dagana og verður æfingadagskrá liðanna birt á www.kki.is og send til leikmanna. 

Endanlegt val á landsliðum Íslands verður svo þann 28. febrúar þegar 12 manna lið í hverjum flokki fyrir sumarið verða tilkynnt.
 
Leikmenn sem valdir hafa verið til æfinga frá Keflavík eru eftirtaldir:
 
U15 stúlkna
Bergey Gunnarsdóttir
Edda Karlsdóttir
Erna Dís Friðriksdóttir
Eva María Davíðsdóttir
Guðrún Hanna Jónsdóttir
Hjördís Lilja Traustadóttir
Jenný Elísabet Ingvarsdóttir
Sara Lind Kristjánsdóttir
Sara Lind Reynisdóttir
Thelma Rún Ingvadóttir
 
U15 drengja
Bjarki Freyr Einarsson
Guðbrandur Helgi Jónsson
Magnús Pétursson
 
U16 stúlkna
Anna Ingunn Svansdóttir
Sigurbjörg Eiríksdóttir
Snædís Harpa Davíðsdóttir
 
U16 drengja
Andri Þór Tryggvason
Arnór Daði Jónsson
 
U18 stúlkna
Andrea Einarsdóttir
Birna V. Benónýsdóttir
Elsa Albertsdóttir
Eydís Eva Þórisdóttir
Kamilla Sól Viktorsdóttir
Katla Rún Garðarsdóttir
Þóranna Kika Hodge-Carr
 
U18 drengja
Arnór Sveinsson
Þorbjörn Anmundsson