Fréttir

Karfa: Yngri flokkar | 23. október 2009

Unglingaflokkarnir fara vel af stað

Unglingaflokkar karla og kvenna hafa farið vel af stað í upphafi móts.  Unglingaflokkur karla hefur leikið þrjá leiki og unnið þá alla. Fyrst léku þeir á heimavelli gegn liði Laugdæla og sigruðu 67-56.  Næsti leikur var gegn Njarðvíkingum í Ljónagryfjunni þar sem sætari sigrar vinnast en annars staðar og urðu lokatölur 88-80.  Þriðji leikur liðsins var síðan á heimavelli gegn liði Tindastóls þar sem átakalitlum sigri var landað 65-48.

Næsti leikur piltanna verður gegn sterku liði Hauka í Toyota höllinni sunnudaginn 1. nóv. kl. 15.00.  Það eru þeir Guðjón Skúlason og Einar Einarsson sem munu hafa samvinnu um að stjórna liði unglingaflokks karla í vetur. 

Unglingaflokkur kvenna hefur leikið einn leik gegn Haukum á útivelli þar sem okkar stúlkur höfðu þéttan sigur 61-58.  Reyndar er þarna um að ræða Stúlknaflokk  þar sem nánast allar stelpurnar eru á yngra ári í þeim flokki. Aðeins fjögur lið taka þátt í deildinni þetta árið en auk Keflavíkur er um að ræða lið Hauka, KR og U18 kvenna sem er undir stjórn Margrétar Sturlaugsdóttur.

Næsti leikur liðsins verður n.k. mánudagskvöld þegar öflugt lið KRinga heimsækir Toyota höllina og hefst leikurinn kl. 20.00.  Það er Jón Guðmundsson sem mun stýra liði unglingaflokks kvenna í vetur.