Fréttir

Karfa: Yngri flokkar | 15. febrúar 2009

Unglingaflokkur karla á Ísafirði

Í gær laugardag léku lið Ísafjarðar og Keflavíkur í unglingaflokki karla (f.'88 og '89) í íþrótthúsinu á Ísafirði. Drengirnir fóru til Ísafjarðar á föstudag og þegar þangað var komið tóku foreldrar Sigga Þorsteins á móti drengjunum og buðu hópnum í mat. Eiga þau hjón þakkir skyldar fyrir höfðinglegar móttökur.
Leikurinn var heldur jafnari en von var á, út frá stöðu liðanna á Íslandsmótinu. KFÍ drengir léku af krafti, hittu vel að utan og gerðu vörn okkar erfitt fyrir með ákveðnum leik og leiddu eftir fyrsta leikhluta  19-18. Í öðrum leikhluta jukum við hraðann í leiknum og náðum 9 stiga forystu fyrir hlé og stóðu leikar 38-47 í hálfleik. Barningurinn hélt áfram í þriðja leikhlutanum og fórum við í fjórða leikhlutann með 14stiga forystu 53-67. Í síðasta leikhlutanum náðum við loks að loka á skot þeirra og ná nokkrum hraðaupphlaupum og vannst leikhlutinn 19-34. Leiknum lauk því með okkar sigri 71-102 

Stigaskor:
Garðar Arnarsson 5, Jóhann Finnsson 2, Eyþór Pétursson 2, Axel Margeirsson 13, Bjarni Rúnarsson 1, Hörður "throw it down" Vilhjálmsson 22, Elvar Sigurjónsson 13, Páll "make it rain" Kristinnsson 17 (kom inná í 2.leikhluta og setti 5 þrista í leikhlutanum) og Sigurður Þorsteinsson 26.
Stigahæstur KFÍ drengja var hinn efnilegi 2 metra Daníel Kalov sem fæddur er '89 en hann setti 29 stig.

Vítanýting okkar var slök sem fyrr í vetur eða 16/30 sem gera heil 53%
þristarnir urðu 9

Næsti leikur drengjanna verður mánudaginn 23.feb. við Val í Vodafone-höllinni seint að kveldi

GJS