Unglingaflokkur karla í úrslit
S.l. miðvikudag 11.feb. lékur hér í Toyotahöllinni Keflavík og Fsu í undanúrslitum bikarkeppninnar. Leikurinn varð ekki eins spennandi og vonir stóðu til, og máttu Fsu drengir sín lítils á móti þeim hraða bolta sem spilaður var. Keflvíkurdrengir tóku forystuna í upphafi leiks og létu hana ekki af hendi eftir það. Eftir fyrsta leikhluta var staðan orðin 35-17 og í hálfleik stóð 58-31. Eftir þriðja leikhluta stóð 79-44 og leiknum lauk síðan með okkar sigri 102-65. Allir 12 leikmenn okkar fóru inn á í leiknum og náðu Fsu drengir aldrei að minnka muninn sama hverjir voru að leika fyrir okkur.
Stigaskor:
Garðar Arnarson 4, Þröstur Jóhannsson 32, Jóhann Finnsson 3, Axel Margeirsson 20, Guðmundur A. Gunnarsson 7, Alferð Elíasson 2, Hörður Vilhjálmsson 13, Elvar Sigurjónsson 13 og Sigurður Þorsteinsson 8
Bjarni Rúnarsson, Eyþór Pétursson og Páll H. Kristinnsson náðu ekki að skora þetta kvöld.
Stigahæstur Selfyssinga var Nicholas Mabbut með 19 stig.
Vítanýting okkar í leiknum var sú langbesta í vetur eða 12/17 sem gerir heil 80%.
Þristarnir urðu 10 í leiknum.
Næstu leikir þessa flokks verða á Ísafirði 13. og 14. feb. við KFÍ.
Áfram Keflavík