Fréttir

Karfa: Yngri flokkar | 25. apríl 2009

Unglingaflokkur karla í úrslitaleikinn

Unglingaflokkur karla sigraði Fjölnisdrengi í gær (föstudagskvöld) í fyrri undanúrslitaleik Íslandsmótsins og mæta því Selfyssingum í úrslitaleiknum á Sunnudag, en Fsu drengir unnu í gær Hauka nokkuð létt í hinum undanúrslitaleiknum. Fjölnismenn bitu frá sér í gær og var þetta jafnasti leikur tímabilsins í vetur. Unglingaflokkur karla vann alla sína leiki stórt í vetur, en tapaði þó einum leik, en það var fyrir Fsu í haust á Selfossi. 
Við leiddum 26-14  eftir fyrsta leikhluta og náðum síðan mest 18 stiga forskoti í öðrum leikhluta, en í hálfleik stóðu leikar 47-32. Fjölnisdrengir unnu síðan þriðja leikhluta 12-19 og minnkuðu muninn í 8 stig 59 - 51. Þetta var eitthvað sem okkar drengir hafa ekki verið að sjá í vetur og kom hik á mannskapinn sem tók upp á því að taka rangar ákvarðanir og brenna af í kjör-færum, allt til að kveikja í Fjölnisdrengjum sem fundu greinilega fyrir gjafmildi okkar. Í stöðunni 73 - 72 og um 20 sekúndur eftir verður misskilningur í vörn Fjölnisdrengja og þeir skilja Þröst Leó efitr á auðum sjó beint á móti körfunni sem þakkaði fyrir sig og setti niður þrist og kom okkur í 76 - 72. Fjölnisdrengir misstu svo boltann við að reyna að jafna og setti þröstur tvö víti niður í lokin og sigurinn því okkar 78 - 72.

Tölfræði úrslitaleikjanna má sjá hér: http://server4.mbt.lt/prod/kki/index.php/b19sYW5nPWhlJm9fc2Vhcz0zNiZvX2xlYWc9Ng==?

Ef smellt er á úrslit leiksins (78-72) kemur upp tölfræði þess leiks sem smellt er á.

Áfram Keflavík