Unglingaflokkur Kvenna
Unlingaflokkur kvenna spilaði til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn um helgina. Stelpurnar spiluðu við Grindavík í 4. liða úrslitum á laugardeginum. Leikurinn byrjaði frekar rólega og voru það Grindavíkur stúlkur sem settu niður fyrsta stigið, jafnræði var með liðinum í byrjun fysta leikhluta og var staðan í lok leikhlutans 13-7 Keflavík í vil. En stelpurnar settu í fluggírinn í öðrum leikhluta og skoruðu 19 stig gegn 7 stigum frá Grindavík og var staðan því í hálfleik 32-14. Stelpurnar héldu áfram að bæta í seinnihálfleik og endaði leikurinn með sigri Keflavíkur 66-41. Kara átti stórleik skorði 15 stig, tók 12 fráköst, stal 7 boltum og varði 3 skot. María Ben skorði 16 stig og varði 5 skot, og Bryndís var með 10 stig.
Á sunnudeginum spiluðu svo stelpurnar við Hauka um Íslandsmeistaratitilinn. Leikurinn var jafn framan af og mikil spenna í boði. Stelpurnar voru yfir 20-18 eftir fyrsta leikhluta og voru að spila fína vörn, staðan í hálfleik var 36-38. Stelpurnar héldu áfram að berjast og spila góða vörn í seinni hálfleik en undir lokin tókst Haukastúlkum að sigla framúr og sigruðu þær 69-60. María Ben var stighæst með 20 stig og 7 fráköst, næst kom Bryndís með 15 stig og 9 fráköst. Kara átti aftur góðan leik tók 16 fráköst, varði 6 skot og skoraði 7 stig.
Hauka stúlkur urðu Íslandsmeistarar í unglingflokki 5. árið í röð en en aðeins Keflavík hefur afrekað það áður. En Keflavík vann þennan titil 9. sinnum í röð á árunum 1983-1992, ekki slæmur árangur það!