Fréttir

Karfa: Yngri flokkar | 30. nóvember 2010

Unglingaflokkur naut sín vel í blómabænum

Unglingaflokkur karla plantaði tveimur góðum stigum á töfluna þegar þeir mættu sameiginlegu liði Hamars/Þórs  s.l. laugardag á útivelli. 

Leikurinn var í járnum í fyrri hálfleik og munurinn aldrei meiri en 5-10 stig. Staðan í hálfleik var 42-39 fyrir Hamar/Þór.

 

3. leikhluti var eign Keflvíkinga sem þéttu vörnina og lokuðu á allar sóknartilburði heimamanna. Leikhlutinn endaði 19-4 fyrir Keflavík þar sem Hafliði setti niður 3 þrista með mjög skömmu millibili og Keflavík komnir í góða stöðu 46-58.

 

4. leikhluti var svo spilaður af öryggi og þægilegur sigur á sterku liði heimamanna staðreynd 75-62.

 

Baráttan í liðinu í seinni hálfleik var til fyrirmyndar og allir að leggja sig 100% fram. Almar tók til að mynda Ragnar Nat úr umferð og hélt honum stigalausum í seinnihálfleik, en þarna voru tveir stórir strákar að kljást, Almar 208 cm og Ragnar 218 cm, en hann er sá allra hæsti í íslenska boltanum í dag.

 

Hafliði Már hitti úr fyrstu 5 þriggja stiga skotunum sínum og átti ljómandi góða innkomu af bekknum. Einnig voru Kristján og Sævar mjög öflugir í vörn og sókn þar sem þeir tóku fullt af fráköstum og skoruðu mikilvægar körfur, annars var það liðsheildin sem gerði útslagið í þessum leik.

 

Stigaskor Keflavíkur:

Hafliði 17 stig

Almar 14 stig

Sævar 13 stig

Kristján 13 stig

Sigmar 10 stig

Ragnar 3 stig

Siggi V 2 stig

Andri Dan 2 stig

Atli Már 1 stig

Ekki verður leikið meira í unglingaflokki karla á þessu ári og er næsti leikur liðsins á útivelli þann 7. jan. gegn Val/ÍR.  Liðið er ca. um miðja deild sem stendur, með þrjá leiki unna og fjóra tapaða.  Liðin hafa þó leikið misjafnlega marga leiki og það er UMFN sem situr á toppnum með fimm unna leiki og er eina liðið sem ekki hefur tapað leik.