Fréttir

Karfa: Yngri flokkar | 17. janúar 2011

Unglingaflokkur úr leik í bikarnum eftir nauman ósigur

Keflavik fell úr bikarkeppninni í unglingaflokki karla eftir hörkuleik við Hamar/Þór á s.l. laugardag, en leikið var í Hveragerði. Fyrri hálfleikurinn var jafn og skemmtilegur þar sem liðin skiptust á að hafa forustuna og var munurinn á liðunum aldrei meiri en 5 stig.

 

Hamarsmenn komu mun sterkari til leiks og náðu strax 8-10 stiga forustu. Eftir 3. leikhluta var staðan 68-57 fyrir Hamar/Þór og jókst sá munur strax upp í 76-62 í byrjun 4. leikhluta og 8 mín. eftir af leiknum. Stákarnir okkur hertu vörnina síðustu mínúturnar og náðu að saxa á forskot heimamanna. Síðustu 2 mín. voru æsispennandi þar sem við Keflvíkingar vorum búnir að minnka forskotið í 4 stig. Stebbi Geirs átti flotta innkomu og setti niður 8 stig á þessum kafla. Keflavík fékk boltann þegar 12 sek. voru eftir og staðan 81-78, en því miður rataði skot Hafliða ekki niður í blálokin og drengirnir þar með úr leik í bikarkeppninni þetta árið.

 

Strákarnir eiga þó heiður skilið fyrir frábæra baráttu allann leikinn.

 

Stigaskor Keflavíkur:

Sigmar Logi 16 stig

Sævar Freyr 16 stig

Almar Stefán 13 stig

Ragnar Gerald 11 stig

Stebbi Geirs 10 stig

Hafliði Már 6 stig

 

S.l. þriðjudag fékk drengjaflokkur Valsmenn í heimsókn í Toyotahöllina í A-riðli Íslandsmótsins. Þeir reyndust ekki mikil fyrirstaða fyrir spræka Keflavíkinga eins og tölurnar gefa til kynna enda voru þeir gersigraðir 119-60.

 

Stigaskor Keflavíkur:

Hafliði 32 stig

Sævar 22 stig

Gísli 14 stig

Ragnar Gerald 9 stig

Kristján 9 stig

Jói Ming 6 stig

 

Keflavík situr nú sem stendur í 2. sæti A-riðils með 12 stig (6 unnir, þrír tapaðir) en í 3. sæti er lið Fsu með 10 stig og á tvo leiki til góða. Njarðvíkingar sitja hins vegar ósigraðir á toppi riðilsins.