Unglingalandsmótið 2011 – Upplýsingar
Þeir sem hyggjast skrá sig til þátttöku á Unglingalandsmóti UMFÍ um verslunarmannahelgina eru hvattir til að kynna sér meðfylgjandi auglýsingu eða smella hér til að opna hana til prentunar.
Ágætu foreldrar/forráðamenn
Næsta Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina 2011. Ungmenna og íþróttasamband Austurlands er mótshaldari og stefnt er að því að halda glæsilegt mót við góðar aðstæður.
Unglingalandsmótin eru vímuefnalaus íþrótta- og fjölskylduhátíð og frábær kostur fyrir alla þá sem velja heilbrigt og vímuefnalaust umhverfi samhliða því að taka þátt í fjölbreyttri íþróttakeppni.
Allir á aldrinum 11 – 18 ára geta tekið þátt í íþróttakeppni á Unglingalandsmótinu. Keppendur greiða eitt mótsgjald, kr. 6.000.- og fá með því þátttökurétt í öllum keppnisgreinum.
Aðalstjórn Keflavíkur greiðir mótsgjald iðkenda og eru iðkendur skyldugir til þess að mæta í setningarathöfnina og vera stolt félagsins innan vallar sem utan vallar.
Keppnisgreinar á Egilsstöðum
Dans, fimleikar, frjálsar íþróttir, glíma, golf, hestaíþróttir, motocross, knattspyrna, körfubolti, skák og sund.
Glæsileg íþróttamannvirki eru til staðar á Egilsstöðum en Landsmót UMFÍ var haldið þar árið 2001 og töluverð uppbygging varð í kringum það mót. Íþróttaleikvangurinn er vel staðsettur í hjarta bæjarins. Sundlaug og íþróttahús er þar rétt við hliðina og öll önnur íþróttamannvirki í næsta nágrenni.
Tjaldstæði keppenda verður afskaplega vel staðsett og í göngufæri við keppnissvæðin.
Samhliða íþróttakeppninni verður fjölbreytt skemmtidagskrá í boði fyrir alla fjölskylduna á daginn. Þar má nefna að skemmtidagskrá verður í Tjarnargarðinum alla daga. Sprelligosa- og Fjörkálfaklúbbar, leiktæki fyrir börn og unglinga og gönguferðir með leiðsögn alla daga fyrir þá sem eldri eru. Þá verða fjölbreyttar kvöldvökur og síðan flugeldasýning á sunnudagskvöldið eins og venja er.
Þeir sem hafa áhuga á að fara á unglingalandsmótið 2011 skrái sig á netfangið svandis@hnh.is eftirfarandi upplýsingar þurfa að koma fram.
Fullt nafn barnsins, kennitala barnsins, nafn foreldra, póstfang (e-mail), gsm númer foreldra, einnig þarf að koma fram í hvaða keppnisgreinum viðkomandi ætlar að taka þátt í.
Hlakka til að sjá sem flesta á Egilsstöðum
Svandís Þorsteinsdóttir
GSM: 867-3048