Fréttir

Karfa: Hitt og Þetta | 28. júlí 2009

Unglingalandsmótið fær frábærar viðtökur

Nú þegar skráningu er lokið á 12. Unglingalandsmót UMFÍ er ljóst að mikið fjölmenni verður frá Keflavík á mótinu og reiknum við minnst 100 fjölskyldum á svæðið.  Alls hafa 84 keppendur verið skráðir til leiks sem er frábær þátttaka og umtalsverð aukning frá fyrra ári. 11 lið hafa verið skráð í körfuna, 5 lið í fótbolta og 11 keppendur eru skráðir í sundið.  Loks eru nokkrir sem ætla að einnig að spreyta sig í frjálsum og skák.  Vitað er að fyrstu fjölskyldurnar ætla að leggja í hann á miðvikudag og hefur það verið staðfest við okkur að tjaldsvæðin verði alveg klár til að taka á móti fólki þá, þó flestir komi sjálfsagt á fimmtudag.  Á Keflavíkursvæðinu verður sett upp 30 manna tjald sem verður sameiginlegt afdrep fyrir okkar félagsmenn ef á þarf að halda. Þar munum við hengja upp leikjaplön o.þ.h. upplýsingar. 

Fararstjórar félagsins á svæðinu verða Jón Ben Einarsson (8472503) og Margrét Sturlaugsdóttir (8984468) og eiga allir keppendur að setja sig í samband við þau þegar þeir hafa komið sér fyrir á svæðinu m.a. til að fá mótsgögn afhent fyrir hvern og einn keppanda.

Þó að keppni hefjist á föstudagsmorgni þá er formleg setningarathöfn mótsins kl. 20.15 á föstudagskvöld.  Það er skilyrði að hálfu félagsins að allir keppendur taki þátt í þeirri athöfn.  Mikilvægt er einnig að allir keppendur á vegum Keflavíkur hafi með sér félagstreyju af einhverri gerð þar sem K-merkið kemur fram.    

Það er alltaf verið að fínslípa dagskrá mótsins en hana má nálgast hér; http://www.umfi.is/unglingalandsmot/dagskra/  

Að lokum eru allir á vegum Keflavíkur hvattir til að virða þær reglur sem gilda á mótinu og vera félagi sínu til sóma.