Fréttir

Karfa: Karlar | 8. apríl 2008

Upphitun #2 -Stuðningur-

Annar leikur í rimu Keflavíkur og ÍR í úrslitakeppninni mun fara fram í Seljaskóla miðvikudaginn 9.apríl og ætla
stuðningsmenn Keflavíkur að fjölmenna á völlinn. Leikurinn hefst kl.19.15 og er áætlað að fyrstu
stuðningsmenn Keflavíkur verði komnir um 40min fyrir leik, því við er að búast að allt muni fyllast.
Við hvetjum alla stuðningmenn Keflavíkur að mæta tímanlega og láta vel í sér heyra. Það er en í ferskum minnum
frá síðustu viðureign Keflavíkur og ÍR í úrslitakeppninni, þegar ÍR-ingar vinna okkur í fyrsta leik en við tökum þá
svo 3-1 að endanum og verðum meistarar. Annar leikur liðana í þessari keppni þá var hreint og beint ótrúlegur og
hrein unun að horfa á hér kemur myndbrot frá þeim leik.

Þetta kemur þér í gírinn

Ein eins og flestir vita þá urðum við Íslandsmeistarar það árið og höfum ekki verið það síðan..

Hér er það

Við hvetjum alla þá sem eru sannir stuðningsmenn að fylla Seljaskóla á miðvikudaginn og hvetja strákana til sigurs.

Ef allir taka sig saman og hvetja þá getur enginn unnið okkur bæði í stúku og niðrá velli.

Allir að mæta, kl.18.45 í Seljaskóla

Kv.Trommusveitin

Svona var stemmingin 2005.  Þeir sem ekki mættu sáu eftir því lengi, lengi. Ekki láta það gerast með þig í ár.