Upphitun fyrir ÍR leikinn. Nú verða allir með!!
Nú styttist í leik númer 2. í undanúrslitaeinvígi Keflavíkur og ÍR en leikurinn fer fram í Seljaskóla á miðvikudag kl. 19.15. Við viljum minna stuðningsmenn okkar á að mæta tímalega því það verður þétt settinn bekkurinn í Seljaskóla. Stuðningur frá áhorfendum getur skipt miklu máli og virkað sem sjötti maður. Við höfum mjög oft náð upp frábæri stemmingu á útivöllum, þar sem allir stuðningsmenn okkar sitja þétt saman. Trommusveitin verður á staðnum í öllu sínu veldi og við öll hin ætlum að taka undir með þeim. ÞANNIG VINNUM VIÐ LEIKINN!!
Leikurinn á sunnudaginn var frábær skemmtun en okkar menn voru klaufar að klára hann ekki í venjulegum leiktíma. BA Walker, Arnar Freyr og Susnjara áttu allir mjög góðan dag en ljóst er að fleirri verða að stíga upp í næsta leik. Leikmenn eins og Jonni, Maggi og Tommy verða að koma sterkir inn því þá þurfum við ekkert að óttast. Siggi og Gunni léku lítið í leiknum í Keflavík og má búast við að þeir fái stærra hlutverk í leiknum í Seljaskóla, því þeir áttu stóran þátt síðasta útisigri liðsins sem var á Akureyri.
Á listanum hér fyrir neðan er borin saman tölfræði liðanna í síðasta leik. Sérstaklega þurfum við að taka okkur á fráköstum því ÍR-ingar tóku 19 fleirri fráköst en við sem er ekki gott.
Lið |
Stoðsend. |
fráköst |
villur |
3% |
2% |
Tapaðir |
Stolnir |
Keflavík |
21 |
30 |
26 |
12/36=32% |
18/38=47% |
12 |
15 |
ÍR |
18 |
49 |
22 |
10/20=50% |
18/43=42% |
21 |
4 |
Myndir frá leik liðanna í Seljaskóla 2005
Arnar sækir að körfu ÍR. ( Mynd jbo@vf.is )