Upphitun fyrir Keflavík-Þór, 2. hluti
Úrslit 2008. Leikur 1. Keflavík-Þór Toyotahöllin föstudaginn 28. mars. kl. 19.15
Keflavík er deildarmeistari og með 36. stig. í lok leiktíðar. Þeir unnu 28. leiki en töðuðu 4. leikjum, skoruðu 2013 stig og fengu á sig 1788 sem gerir 91-81 að meðalskori. Ekker lið fékk á sig færi stig en Keflavík í vetur. Liðinu var spáð 5. sætinu í deildinni á árlegum blaðamannafundi í vor og komu svo að því leiti til á óvart.
Þór endaði í 8. sæti með 20. stig eða jafnmörg og Skallgrímur og ÍR. Liðið skoraði 1940 stig og fékk á sig 2065 sem gerir meðalskorið 88-94. Eftir að Robert Reed gekk til liðs við þá unnu þeir 5. leiki en töpuðu aðeins 2. leikjum. Hann tekur 12. fráköst í leik og skorar 9. 4 stig.
''Varðandi leikina gegn Keflavík þá trúi ég því að liðið sé 100% tilbúið í þetta verkefni og Keflavík er ekki of stór hindrun" segir Ágúst Guðmundsson fyrrum þjálfari Þórs um möguleika liðsins á að komast áfram í viðtali við heimasíðu Þórs.
Keflavík sigraði báða leiki liðanna í deildinni. Sá fyrri var 25.okt. í Keflavík og endaði 99-85. Stigahæstur var Gunnar Einarsson með 22. stig, B.A skoraði 17. stig og Tommy og Maggi voru með 11. stig hvor. Hjá Þór var Luka Marolt með 32.stig, Cedric Isom skoraði 28.stig og Óðinn 10. stig.
Leikurinn á Akureyri var 24. janúar þann leik sigruðu okkar menn 72-88. Stigahæstur var Tommy með 24. stig, B.A 19. stig og Maggi 16. stig. Hjá Þór var Luka Marolt með 28. stig, Cedric Isom 19. stig og Magnús Helgason með 15.stig