Fréttir

Karfa: Karlar | 16. apríl 2008

Upphitun hafin. Strákarnir í mat á Hótel Keili

Leikmenn Keflavíkur og stjórn hittust nú í hádeginu á Hótel Keili í léttum hádegisverði. Maturinn fór vel í mannskapinn og óhætt að mæla með honum og góð stemming var í hópnum. Strákarnir eru klárir í verkefni kvöldsins en búist er við fullu húsi í kvöld og stemmingu eftir því.

Stuðningsmannasveitir liðanna ætla að hittast á Paddy´s kl. 16.00 og hita upp fyrir leikinn og eru allir velkomnir.

Hver veit nema Gunni og Villi taka sporið eftir leikinn í kvöld. Hliðar saman hliðar.