Úrlsitaleikur Keflavíkur og Njarðvíkur í dag kl.1600
Ekki fór eins og við óskuðum eftir þeas. að fá tvöfaldann úrslitaleik í höllinni á dag. Stelpurnar töpuðu undanúrslitaleiknum í gær gegn Grindavík 89-108. Birna var stigahæst í gær með 18 stig, Kara og Bryndís skoruðu 14 stig. Tölfræði leiksins
Draumúrslitaleikur hjá körlum verður í dag kl. 16.00 þegar við mætum nágrönnum okkar úr Njarðvík. Við hvetjum stuðningsmenn okkar að mæta og styðja liðið. Hægt er að lofa skemmtilegum leik eins og ávalt þegar þessi lið mætast.