Úrslit 10.fl.dr. í Keflavík
10.flokkur drengja tókst ekki ætlunarverk sitt um að komast í A-riðil fyrir síðasta fjölliðamót vetrarins. Drengirnir áttu slæma helgi og voru alls ekki stilltir inn á það að spila saman sem lið og hvetja hvern annan og því fór sem fór. Þeir náðu aðeins að vinna einn leik og enduðu í næst neðsta sæti riðilsins.
Lið okkar um helgina var skipað eftirtöldum leikmönnum. Bjarka, Arnari Guðjóni, Jóni Guðmunds., Sveini, Sefáni, Jeremy, Kristjáni, Gísli, Eðvald, Sigurður, Lárus og Atli Dagur.
Hrunamenn unnu alla sína leiki og fara því upp í A-riðil. Sindramenn frá Höfn í Hornafirði töpuðu sínum leikjum og fara því aftur niður í C-riðil. Gaman að sjá hvað karfan er að festa sig í sessi á Höfn og einn og einn flokkur hjá þeim að færast hægt og rólega upp í erfiðari riðla.
En úrslit og stigaskor helgarinnar hjá okkar mönnum urðu þessi:
Keflavík - Sindri 58 - 41
Bjarki 14, Arnar Guðjón 12, Stefán 9, Kristján 2, Gísli 1 og Lárus 20.
Vítanýting liðsins: 4 / 11
Keflavík - Snæfell 50 - 60
Bjarki 6, Arnar Guðjón 6, Jón Guðmunds. 4, Stefán 13, Eðvald 7 og Lárus 14
Vítanýting liðsins: 6 / 10
Keflavík - Fjölnir-B 56 - 82
Bjarki 2, Lárus 20, Arnar Guðjón 4, Jón Guðm. 6, Eðvald 12, Gísli Steinar 8, Jeremy 2 og Atli 2
Vítanýting liðsins: 4 / 10
Keflavík - Tindastóll (48 - 48) 58 - 61 Frl.
Bjarki 4, Arnar Guðjón 21, Stefán 22, Kristján 3 og Lárus 8
Vítanýting liðsins: 3 / 10
Keflavík - Hrunamenn 43 - 57
Bjarki 5, Arnar Guðjón 20, Jón G. 2, Kristján 3, Eðvald 2 og Lárus 11
Vítanýting liðsins: 8 / 30
Nú er það hjá þessum drengjum að bæta æfingasóknina, bæta vítahittni og taka sig saman í andlitinu eftir þessa helgi. Það kemur víst dagur eftir þennan dag.
Áfram Keflavík