Úrslit helgarinnar
Þá er helgin liðin og flestir búnir að keppa sína leiki.
Seinni deginum hjá 8.fl.kv. var frestað vegna veðurs svo óvíst er um framhaldið þar. A- lið stúlknanna hafði unnið báða sína en B-liðið tapað báðum sínum leikjum á laugardag.
8fl. drengja vann alla sína leiki í Heiðarskóla og eru því komnir í A-riðil, þar sem þeir eiga svo sannarlega heima. Enda liðið hænufeti frá því að verða Íslamdsmeistarar s.l. vor.
Stúlknaflokkur vann einn og tapaði einum og eiga svo leik annað kvöld (mánudagskvöld 6. 11.) gegn Grindavík, þar sem sá leikur var ekki leikinn í dag sunnudag.
11.flokkur drengja fór í Smárann og var annar bragur á drengjunum, en í síðasta móti, þar sem þeir urðu í 2. sæti af 6 liðum. Nú töpuðu þeir þrem fyrstu leikjunum stórt og stefndu niður í B-riðil, en náðu að bíta í skjaldarrendur og vinna síðasta leikinn gegn Valsmönnum og þar með halda sér uppi í A-riðli.
Áfram Keflavík