Úrslit yngri flokka hefjast um helgina
Um helgina verður fyrri úrslitahelgi Íslandsmóts yngri flokka leikin í Laugardalshöll og er umsjón í höndum Fjölnis. Þátttökurétt eiga fjögur bestu lið landsins í hverjum aldursflokki frá 9. flokki og upp úr og er leikjaplanið miðað við úrslit úr A-riðlum 4. umferðar og lokastöðu í deildarkeppni Unglingaflokkanna. Keflavík á tvo flokka í undanúrslitum um helgina, 10. flokk stúlkna og Unglingaflokk kvenna.
Allir áhugasamir eru hvattir til að leggja leið sína í Höllina um helgina, hvetja okkar stúlkur til dáða og fylgjast með því besta sem er að gerast í yngri flokkunum. Hægt verður að fylgjast með lifandi tölfræði leikjanna á www.kki.is.
Leikjaplan helgarinnar (sæti liðs í sviga):
Föstudagur 8. apríl: Undanúrslit:
kl. 18.00 · Unglingaflokkur karla
Snæfell/Skallagrímur (2) - Haukar (3)
kl. 20.00 · Unglingaflokkur karla
Njarðvík (1) - Hamar/Þór Þ. (4)
Laugardagur 9 apríl: Undanúrslit:
kl. 09.00 · Unglingaflokkur kvenna
Haukar (2) - Keflavík (3)
kl. 10.30 · 9. flokkur drengja
Haukar (1) - Grindavík (4)
kl. 12.00 · 10. flokkur stúlkna
Njarðvík (2) - Grindavík (3)
kl. 13.30 · 10. flokkur stúlkna
Keflavík (1) - Breiðablik (4)
kl. 15.00 · 11. flokkur karla
KR (2) - Þór/Fsu (3)
kl. 17.00 · 11. flokkur karla
Njarðvík/Grindavík (1) - Fjölnir (4)
kl. 19.00 · Unglingaflokkur kvenna
Snæfell (1) - Njarðvík (4)
kl. 21.00 · 9. flokkur drengja
Stjarnan (2) - KR (3)
Sunnudagur 10. apríl - Úrslitaleikir:
kl. 10.00 · 10. flokkur stúlkna
kl. 12.00 · 11. flokkur karla
kl. 14.00 · Unglingaflokkur kvenna
kl. 16.00 · 9. flokkur drengja
kl. 18.00 · Unglingaflokkur karla