Fréttir

Karfa: Yngri flokkar | 24. apríl 2009

Úrslit yngri flokka: Seinni keppnishelgi

Um helgina fer fram seinni keppnishelgin í úrslitum yngri flokka og eigum við Keflvíkingar þrjú lið í undanúrslitum. Leikið verður í DHL-höllinni.

Í dag kl. 18.30 leikur Unglingaflokkur karla gegn Fjölni og má þar búast við hörku leik þó svo að okkar menn séu taldir sterkari á pappírunum. Strákarnir ætla sér titilinn í þessum flokki enda hafa þeir verið gríðarsterkir í vetur og urðu lang efstir í deildinni með ellefu sigra og eitt tap.

Á morgun, laugardag kl. 12.00, keppir 9. flokkur kvenna gegn Haukum og verða okkar stelpur að teljast mun sigurstranglegri enda ekki tapað leik í vetur.

Stúlknaflokkur leikur einnig á morgun kl.20.15 gegn Haukum  og verður þar um harða rimmu að ræða.  Stelpurnar hafa leikið vel í vetur og aðeins tapað fyrir Haukum þannig að þær þurfa að mæta vel stemmdar til leiks ætli þær sér að fara alla leið.

Að auki er leikið um helgina í 9. og 11. flokki karla.  Allir úrslitaleikirnir fram á sunnudag. Dagskrá helgarinnar má sjá hér: http://www.kki.is/frettir.asp?adgerd=ein&id=5508

Við sendum okkar fólki dúndrandi baráttukveðjur.  Áfram Keflavík

Drengirnir í Unglingaflokki urðu Bikarmeistar 2009 þann 28.febrúar s.l.