Fréttir

Körfubolti | 21. mars 2006

Úrslitakeppni kvenna hefst á miðvikudag

Úrslitakeppni Iceland Express-deildar kvenna hefst miðvikudagskvöldið 22. mars með leik Grindavíkur og Keflavíkur í Grindavík. Keflavík á titil að verja  en liðið endaði í þriðja sæti í deildinni í ár. Liðið hefur leikið talsvert undir getu í vetur og eiga því helling inni. Sérstaklega hefur vantað þá baráttu sem einkennt hefur liðið síðustu ár. Vissulega  vantar mikið í liðið þar sem leikreyndasti leikmaður liðsins Anna María hefur lagt skóna á hilluna. Liðið er mjög ungt en þó eru í liðinu leikreyndir leikmenn á borð við Birnu Valgarðsdóttir og nú er hennar tími til að miðla sinni leikreynslu til þeirra sem yngri eru og rífa liðið áfram. Þennan leik þurfum við að vinna og til að ná heimaleikjaréttinum til okkar. Áfram Keflavík

Stigahæstar í deildinni.

LA. Barkus  23 stig, Birna V. 15.5 stig, María Ben 11,4 stig, Bryndís 7.4 stig, Rannveig 6 stig, Ingibjörg 5.8 stig, Svava 5.5 stig,  Kara 5.3 stig og Bára 3.6 stig

Á fimmtudagskvöld mætast síðan Haukar og ÍS á Ásvöllum.

Blaðamannafundur vegna úrslitakeppni kvenna verður á morgun, þriðjudag, kl. 15:00 í sal ÍSÍ á Laugardal. Þar mæta fulltrúar félaganna sem sæti eiga í úrslitunum og veita fjölmiðlum viðtöl.