Fréttir

Karfa: Yngri flokkar | 14. apríl 2010

Úrslitakeppni yngri flokka að hefjast

Um helgina byrjar úrslitakeppni Íslandsmóts yngri flokka og fara allir leikirnir fram í Smáranum í umsjón Breiðabliks. Leikið verður í 9. flokki kvenna, Stúlknaflokki, 10. Flokki karla og Drengjaflokki.  Áfram verður svo leikið helgina 23.-25. apríl en þá leika þeir flokkar sem ekki klára um næstu helgi.

Í Drengjaflokki byrjuðu 8 liða úrslit í gær með tveimur leikjum og í kvöld fara seinni leikirnir fram.  Leikið var í tveimur riðlum í vetur og höfnuðu Keflvíkingar í 4. sæti B-riðils (6 sigrar, 6 töp) og leika í kvöld við lið KR inga sem sigraði A-riðilinn. Segja má að á brattann sé að sækja fyrir strákana, ekki síst þar sem einn sterkasti maður liðsins, Andri Þór Skúlason hefur verið ekki verið leikfær um hríð vegna meiðsla.  Þeir ætla sér hins vegar að leggja allt í sölurnar og freista þess að leggja þá röndóttu af velli í kvöld og komast í undanúrslit.  Leikurinn hefst kl. 21.15 og fer fram í DHL höllinni.

Keflavík á síðan tvö önnur lið sem leika í 4 liða úrslitum um helgina. 

9. flokkur kvenna leikur á föstudagskvöld Grindavík kl. 17.30 og með sigri mæta þær annað hvort liði Breiðabliks eða Njarðvíkur í úrslitaleik kl. 19.00 á laugardag.

Stúlknaflokkur  leikur á laugardag gegn Haukum kl. 12.00 og með sigri mæta þær annað hvort liði Snæfells eða KR í úrslitaleik kl. 12.00 á sunnudag.  Keflavík hefur besta vinningshlutfallið af þessum liðum í stúlknaflokki í vetur en bæði Snæfell og Haukar hafa hörku liðum á að skipa og m.a. tapaði Keflavík í úrslitum bikarsins fyrir Haukum í mjög jöfnum leik. Það má því búast við miklum átökum enda Keflavíkurstúlkur staðráðnar í að kvitta fyrir tapið í bikarnum með sigri.

Dagskrá helgarinnar er annars eftirfarandi:
 
Undanúrslit og úrslit 16.-18. apríl
Allir leikir í Smáranum

Föstudagur
Kl. 17.30 9. kv. Keflavík-Grindavík
Kl. 19.00 9. kv. Breiðablik-Njarðvík
 
Laugardagur
Kl. 09.00 10. kk. Njarðvík-Fjölnir
Kl. 10.30 10. kk. KR-Hamar/Þór
Kl. 12.00 St.fl. Keflavík-Haukar
Kl. 13.45 St.fl. Snæfell-KR
Kl. 15.30 Dr.fl. KR/Keflavík-Fjölnir
Kl. 17.15 Dr.fl. Hamar/Þór-Skallagrímur/Snæfell/Njarðvík
Kl. 19.00 9. kv. Úrslitaleikur Keflavík/Grindavík-Breiðablik/Njarðvík
 
Sunnudagur
Kl. 10.00 10. kk. Úrslitaleikur Njarðvík/Fjölnir-KR/Hamar/Þór
Kl. 12.00 St.fl. Úrslitaleikur Keflavík/Haukar-Snæfell/KR
Kl. 14.00 Dr.fl. KR/Keflavík-Haukar/Fjölnir- Hamar/Þór/Breiðablik-Skallagrímur/Snæfell/Njarðvík