Fréttir

Karfa: Yngri flokkar | 16. apríl 2009

Úrslitakeppni yngri flokka um helgina

Fyrri úrslitahelgi yngri flokka fer fram nú um helgina þar sem verður keppt til úrslita í 10. flokki kvenna, 10. flokki karla, drengjaflokki og unglingaflokki kvenna. Leikið verður í DHL-höllinni og verður umgjörð mótsins væntanlega glæsileg eins og oft áður hjá þeim röndóttu.

Keflavík á tvö lið í undanúrslitum í 10.fl.kvenna.  Keflavík B keppir á laugardag kl. 10.00 við Hauka og Keflavík A leikur kl. 11.30 við Grindavík.  Úrslitaleikurinn verður síðan leikinn kl. 10.00 á sunnudag. Stelpurnar eru núverandi Íslands- og bikarmeistarar í þessum aldursflokki.

Drengirnir í 10.flokki mæta liði KR í undanúrslitum á laugardag kl. 13.00.  Þeir léku til úrslita í þessum aldurflokki gegn Breiðablik í fyrra og töpuðu þá naumlega með þremur stigum eftir hörku leik.

Keflavík náði því miður ekki í undanúrslit í drengjaflokki en voru eins nálægt því og hægt var.  Þrátt fyrir ágætan endaprett urðu úrslit í öðrum lokaleikjum okkar drengjum óhagstæð og því er tímabilinu lokið hjá þeim.  Í unglingaflokki kvenna hefur verið keppt í fjögurra liða deild í vetur og leikin fjórföld umferð. Okkar stelpum hefur ekki enn tekist að vinna leik, en þegar þetta er skrifað er deildinni ekki að fullu lokið og ekki ljóst hvort leikin verða undanúrslit í þessum flokki eða hvort efstu tvö liðin leiki beint til úrslita eins og ráða má af leikjauppstillingu helgarinnar.

Seinni úrslitahelgin fer fram 24.-26. apríl og þar á Keflavík í undanúrslitum 9.fl.kvenna, stúlknaflokk og unglingaflokk karla.

Við sendum krökkunum baráttukveðjur og hvetjum stuðningsmenn til að mæta og hvetja okkar lið til sigurs.

Áfram Keflavík 

Keflavíkurstúlkur urðu Bikarmeistarar 2009 þann 28.feb.sl.