Úrslitakeppnin hefst í dag kl. 17.00
Keflavík mætir Haukum í fyrsta leik í undanúrslitum Iceland Express deildar 2008. Leikur fer fram í Toyotahöllinni og hefst kl.17.00 og má búast við hörkuleik þó Keflavík hafi ívetur nokkra yfirburði í viðureignum liðanna.
Haukastelpur skiptu um erlendan leikmann á lokasprettinum og fengu til sín Victoriu Crawford sem lék með Breiðablik á síðustu leiktíð. Victoria lék 8 leiki með Breiðablik og skoraði í þeim 36, 5 stig að meðaltali að auki tók hún 11,25 fráköst og gaf 4 stoðsendingar.