Úrslitakeppnin hefst í kvöld, upprifjun
Keflavík mætir Snæfell á Stykkishólmi í kvöld kl. 19.15 og er leikurinn fyrsti leikur liðanna í 8. liða úrslitum. Leikurinn er því mjög mikilvægur en 2. sigra þarf til að komast áfram í undanúrslit. Snæfell hefur heimaleikjaréttinn ef þriðja leikinn þarf til. Snæfell var einmitt með heimaleikjaréttinn árið 2004 þegar Keflavík varð Íslandsmeistari eftir 3-1 sigur.
Snæfell hefur unnið báðar viðureignir liðanna í vetur, nú síðast 81-86 í Keflavík. Sebastian 24 stig, Maggi 18 stig, Sverrir 14 stig og Gunni 12 stig. Leikurinn á Stykkishólmi fór 80-67 en þar var Maggi með 19 stig, Gunni 18 og Siggi Þ. 7 stig.
Keflavík og Snæfell hafa spilað marga skemmtilega leikina síðustu árin og hér er smá upprifjun:
Keflavík varð bikarmeistari árið 1993 eftir sigur á Snæfell, 115-76. Bow 29 stig, Guðjón Skúlas. 24 stig, Kiddi Friðriks. 23 stig og Siggi Ingimundars. 9 stig. En aðrir í liðinu voru Hjörtur Harðarson, Einar Einarsson, Biggi Guðfinns. Albert Óskarsson, Nökkvi Már Jónsson og Jón KR Gíslasson
Með Snæfell léku á þessum tíma m.a. Hreinn Þorkelson, Bárður Eyþórsson og Ívar Ásgrímsson.
Keflavík varð Íslandsmeistari árið 2004 eftir sigur á Snæfell í úrslitum 3-1 en í þeirri viðureign var Snæfell Deildarmeistari og því með heimaleikjaréttinn.
1. leikur. Snæfell-Keflavík 80-76 Snæfell á heimaleikjarétt og tekur fyrsta leikinn. Derrick 29 stig, Nick 20 og Gunnar 13 stig.
2. leikur. Keflavík-Snæfell 104-98 Strákarnir jafna metin í Keflavík. Nick 26 stig, Derrick 25 stig og Maggi 18 stig
3. leikur. Snæfell-Keflavík 65-79 Staðan 2-1 og búnir að vinna heimaleikjaréttinn af þeim. Maggi 17 stig, Derrick 14, Sverrir og Fannar 13 stig.
4. leikur Keflavík-Snæfell 87-67 Keflavík Íslandsmeistar árið 2004!! Derrick 26 stig, Gunni og Maggi 14 stig
Keflavík varð Íslandsmeistar 3. árið í röð eftir úrslitarimmu við Snæfell, 3-1
1. leikur. Keflavík-Snæfell 90-75. Strákarnir klára fyrsta leikinn örugglega, Maggi með 27 stig, Nick 21 og Tony 20
2. leikur. Snæfell-Keflavík 97-93. Snæfell jafnar metin í hörkuleik í fjárhúsinu. Nick 24 stig, Jonni, Maggi og Gunni með 16 stig
3. leikur. Keflavík-Snæfell 86-83 Keflavík í góðri stöðu og þarf aðeins 1. sigur enn. Glover 30 stig, Nick 25 og Sverrir 13 stig
4. leikur. Snæfell-Keflavík 88-98 Keflavík Íslandsmeistari árið 2005 á Stykkishólmi!! Maggi 29 stig, Nick 22 stig, Tony 23 stig og Jonni 18 stig.
Í Hyrnunni Borgarnesi á leið heim með bikar 2005.

Íslandsmeistarar þriðja árið í röð. Motta og læti !!