Úrslitaleikur Keflavíkur og Hauka kl. 14.00
Keflavíkurstelpur mæta Haukastelpum í úrslitaleik í Powerade-bikar í laugardalshöllinni og hefst leikurinn kl. 14.00. Liðinn léku síðast til úrslita árið 2005 en þá höfðu Haukar sigur, 77-63. Okkar stelpur urðu síðast meistarar 2004 eftir sigur á ÍS, 76-65. Þær unnu KR og Grindavík í leið sinni í úrslitaleikinn en Haukar unnu Snæfell og Val í sinni leið í úrslitaleikinn.
Liðin hafa háð marga úrslitaleikina siðustu ár og hafa stelpurnar úr Hafnafirði haft vinning þau allra síðustu, en nú er okkar tími kominn aftur. Mætum í höllina á morgun og hvetjum stelpurnar áfram. Áfram Keflavík.