Fréttir

Körfubolti | 5. mars 2006

Úrslitaleikurinn staðreynd eftir léttan sigur á H/S 114-72 - Einnig óvíst hverjir falla

Það fór eins og við spáðum, bæði Kef og Nja unnu sína leiki létt í kvöld og því er komið að draumaúrslitaleik um Iceland Express deildarmeistaratitilinn! Ótrúlegt að síðasti leikur deildarinnar skuli jafnframt vera hreinn úrslialeikur, en eins og menn vita eflaust þá verður hann háður í Sláturhúsinu næst komandi fimmtudag.

Leikurinn á Selfossi í kvöld var ekki mikið meira en létt æfing fyrir okkar menn. Þeir fóru af stað með miklum krafti og AJ sallaði niður stigum og Maggi setti niður þrista. Eftir fyrsta leikhluta var forystan orðin 14 stig, 35-21 fyrir Kef. Í öðrum leikhluta hættu menn að spila vörn og heimamenn söxuðu á forskotið. Þeir jöfnuðu leikinn í stöðunni 43-43, en okkar menn skoruðu sjö síðustu stigin og í hálfleik var staðan 50-43 fyrir Kef.

Í seinni hálfleik tóku okkar menn leikinn algerlega í sínar hendur. Jonni kom inná í fyrsta skiptið og hleypti hann baráttu í vörnina sem sló heimamenn algerlega út af laginu. Keflavík skoraði að vild en á sama tíma komust Hvergerðingar/Selfyssingar hvorki lönd né strönd. Þriðji leikhluti var ójafn og vannst 35-10, staðan fyrir lokaleikhlutann var því orðin 85-53. Áfram hélt sýningin í lokaleikhluta og heimamenn löngu búnir að játa sig sigraða. Niðurstaðan var 42ja stiga sigur, 114-72. Guðjón "ólöglegi" Skúlason setti síðustu körfuna, þrist úr horninu, hvað annað? og vonum við að hann hafi verið löglegur í þessum leik ...:)

Annars var liðið jafnt og enn og aftur sást að þegar vörnin er leikinn af grimmd, þá verður eftirleikurinn auðveldur. Vlad tók upp á því að skora í lokin og setti 16 stig á lokakaflanum. AJ virtist getað skorað að vild og Arnar Freyr hélt áfram að sína að hann er í toppformi, drengurinn sá. Hamar/Selfoss hefur þegar tryggt áframhaldandi veru sína í deildinni, en fer ekki í úrslitakeppnina að þessu sinni.

Hér má sjá tölur úr leiknum

Síðasta umferðin verður rosaleg!

Eins og áður sagði verður úrslitaleikur á fimmtudag í Sláturhúsinu, þar mætast stálin stinn og um kl. 21 eftir fimm daga kemur í ljós hverjir eru Deildarmeistarar og tryggja sér heimavallarréttinn í gegnum úrslitakeppnina. En það er margt annað í boði næsta fimmtudag. Kíkjum á það.

Síðasta umferðin er sem hér segir:

  • Kef - Nja
  • Höttur - Haukar
  • Gri - KR
  • Fjölnir - Skallar
  • ÍR - Hamar
  • Snæfell - Þór

Staðan fyrir síðustu umferð er svona:

  1. Nja 34 stig
  2. Kef 34 stig
  3. KR 30 stig
  4. Skallar 28 stig
  5. Grindavík 26 stig
  6. Snæfell 26 stig
  7. IR 20 stig
  8. Fjölnir 16 stig
  9. H/S 14 stig
  10. Þór 10 stig
  11. Haukar 8 stig
  12. Hamar 6 stig

Svona lítur dæmið út:

  • Það lið sem sigrar í Kef - Nja viðureigninni er Iceland Express Deildarmeistari
  • KR-ingar eru öruggir í þriðja sætinu því aðeins Skallar geta náð þeim og þeir (KR-ingar) hafa betra innbyrðis hlutfall.
  • Ef Skallar og Snæfell verða jöfn með 28 stig er Snæfell í fjórða, Skallar í fimmta.
  • Ef Skallar og Grindavík verða jöfn með 28 stig, eru Skallar í fjórða, Grindavík í fimmta.
  • Ef Skallar, Snæfell og Grindavík eru öll jöfn með 28 stig er Snæfell í fjórða, Grindavík í fimmta og Skallar í sjötta.
  • Ef Fjölnir og Hamar/Selfoss verða jöfn með 16 stig, þá lendir Fjölnir í áttunda sæti
  • Ef Haukar og Þór verða jöfn, þá falla Þórsarar.

Það eru því þrjú sæti sem barist er um: Fyrsta sætið, fjórða sætið og tíunda sætið

Okkar spá er sem hér segir:

  • Keflavík vinnur Njarðvík með 5 stigum í svakaleik
  • Höttur leggur Hauka og bjargar Þórsurum frá falli
  • Grindavík vinnur KR en endar samt í sjötta sæti
  • Snæfell vinnur Þór örugglega á heimavelli
  • Skallar leggja allt í sölurnar og vinna Fjölni á útivelli, tryggja sér þannig fjórða sætið
  • ÍR vinnu Hamar í rólegheitunum

Lokastaðan verður því sem hér segir ....

  1. Kef
  2. Nja
  3. KR
  4. Skallar
  5. Snæfell
  6. Grindavík
  7. ÍR
  8. Fjölnir
  9. Hamar
  10. Þór
  11. Höttur
  12. Haukar

og í átta liða úrslitum mætast því

  • Keflavík og Fjölnir
  • Njarðvík og ÍR
  • KR og Grindavík
  • Skallagrímur og Snæfell