Fréttir

Úrslitaleikurinn verður í Toyotahöllinni á fimmtudag
Karfa: Konur | 25. september 2012

Úrslitaleikurinn verður í Toyotahöllinni á fimmtudag

Á fimmtudagskvöld kl. 19.15 munu lið Keflavíkur og Snæfells mætast í úrslitum Lengjubikars kvenna.

Bæði lið mæta taplaus í úrslitaleikinn, Keflvíkingar sem sigurvegarar B-riðils og Snæfellsstúlkur sem sigurvegarar A-riðils. 

Stjórn KKÍ ákvað að fela Keflvíkingum umsjón með leiknum en öllum keppnisliðunum bauðst að sækja um og sóttust þrjú lið eftir að sjá um framkvæmdina.  Leikurinn er engu að síður dæmigerður bikarleikur þar sem bæði lið bera sameiginlega kostnað og gjöld af leiknum og því gilda engin stuðningsmannakort á leikinn.

Allir Keflvíkingar eru hvattir til að mæta og hvetja okkar bráðefnilega kvennalið til dáða gegn sterku liði Snæfells.