Fréttir

Úrvalslið 14 ára og yngri
Körfubolti | 27. október 2023

Úrvalslið 14 ára og yngri

Um liðna helgi fór íslenskt úrvalslið skipað leikmönnum 14 ára og yngri og spilaði í Evrópukeppni ungmennaliða í Riga í Lettlandi. Keflavík átti 3 drengi í þessum hóp en það eru þeir Arnar Freyr Elvarsson, Davíð Breki Antonsson og Sigurður Karl Guðnason en þeir eru allir fæddir 2010.  Þjálfari hópsins er Leifur Steinn Árnason.

Liðið spilaði 5 leiki á mótinu og skemmst er frá því að segja að þeir unnu alla sína leiki þannig að þetta er sterkt lið.  Næsta mót hjá þessum hóp er svo helgina 3-6. janúar 2024 í Litháen.

Hér er tengill á riðilinn þeirra og tölfræði. 

 http://www.eybl.lv/new/b_u14_g1_team.php?team_id=4759520&season_id=126968

Tengill á frétt á karfan.is - https://www.karfan.is/islenska-urvalid-taplaust-i-gegnum-fyrstu-keppnishelgina/

Frábær reynsla og árangur hjá þessum ungu leikmönnum.

Áfram Keflavík !