Fréttir

Karfa: Karlar | 5. febrúar 2008

Útileikir hjá mfl. á miðvikudag og fimmtudag

Keflavík mætir Hamar í Hveragerði á miðvikudaginn kl. 19.15 í Iceland Express- deild kvenna. Keflavík er efst í deildinni með 26. stig en Hamar er 6. sæti með 6. stig. Kvennalið Hamars hefur fengið liðstyrk í Iceland Express-deild kvenna í körfubolta því króatíski leikstjórnandinn Iva Milevoj er á leiðinni til liðsins. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag og á www.visir.is 
Milevoj er 23 ára gömul og 173 cm á hæð en hún lék með Winthrop-háskólanum þar sem hún var með 9,6 stig, 6,2 stoðsendingar og 2,2 stolna bolta í leik á sínu síðasta ári.

Strákarnir spila við ÍR á fimmtudaginn í Seljaskóla kl.19.15 í Iceland Express-deild karla. Keflavík er á toppnum með 26. stig rétt eins og stelpurnar en ÍR-ingar eru í 7.sæti með 12.stig. Leikurinn er mjög mikilvægur fyrir bæði lið og vonandi að stuðningsmenn Keflavíkur fjölmenni á leikinn.