Fréttir

Körfubolti | 1. febrúar 2007

Útileikur gegn Haukum í kvöld

Í kvöld er 15.umferðin í Iceland Express deildinni að fara í gang og eigum við útileik á Ásvöllum gegn strákunum í Haukum.  Þeir eru sem stendur í næstneðsta sæti deildarinnar með 6 stig, á meðan við erum í 5.sæti með 16 stig.  Við munum spila kanalausir í kvöld, og nú er bara lag fyrir strákanna okkar að fara að stíga almennilega upp og sýna úr hverju þeir eru gerðir..!

Leikurinn hefst kl 19:15, og hvetjum við alla sanna Keflvíkinga sem og aðra til þess að taka 15 mín rúnt inní Hafnarfjörð og styðja strákanna.  Við þurfum að fara að koma okkur á beinu brautina aftur og einbeita okkur að því að ná góðu sæti fyrir Úrslitakeppnina.  Nóttin er ennþá ung eins og skáldið sagði..

ÁFRAM KEFLAVÍK!

Leikir Keflavíkur fram að úrslitakeppni. Leikur Keflavíkur og Njarðvíkur er Iceland Express leikur.

Tími

Staður

Lið

Fim. 1. feb.

Ásvellir

Haukar - Keflavík

Fim.  8.feb

Keflavík

Keflavík - Þór

Mán. 12.feb

Seljaskóli

ÍR - Keflavík

Fös. 23.feb.

Keflavík

Keflavík – Njarðvík

Sun. 25.feb.

Iða

H/S - Keflavík

Fim.  1.mar..

Keflavík

Keflavík - TIndastóll

Mán.  5.mar

Grindavík

Grindavík - Keflavík

Fim.  8.mar.

Keflavík

Keflavík - Snæfell