Fréttir

Karfa: Karlar | 31. mars 2012

Valur Orri í viðtali

Hægt að taka margt jákvætt úr fyrsta leiknum
- segir Valur Orri Valsson

 
Keflavík tapaði 1. leik sínum gegn Stjörnunni í 8-liða úrslitum í gær eftir að hafa leitt nánast allan leikinn. Allt annað var að sjá til liðsins í gær en í leikjum þessara liða í deildinni í vetur. Ljóst var á leik liðsins í gær að leikmenn Keflavíkur ætla sér í 4-liða úrslitin og mátti merkja mikla baráttu og samheldni í liðinu sem kannski hefur skort upp á undanfarið. Valur Orri Valsson, sem ásamt Chris Mullin og Toni Kukoc hefur afsannað þá kenningu að örvhentir geti ekki skotið körfubolta, var drjúgur í gær og stýrði Keflavíkurliðinu mjög vel. Hann var að vonum ósáttur með úrslit leiksins en var jafnframt á því að margt jákvætt mætti taka úr leiknum.
 
Jæja, fyrsti leikurinn fór ekki eins vel og við vonuðumst eftir, en má ekki taka margt jákvætt úr þessum leik þar sem við leiddum stóran hluta og talsverð batamerki á liðinu?
Leikurinn hefði mátt fara betur en það er hægt að taka margt jákvætt úr þessum leik, eins og t.d. vörnina. Vörnin var frábær að mínu mati mest allann leikinn fyrir utan nokkur klikk sem skiptu máli í lokin. Áttum skilið að vinna.

Hvað var það helsta sem við þurfum að laga fyrir heimaleikinn?
Ekkert sérstakt sem mér finnst þurfa laga. Sóknin var reyndar hikstandi síðustu mínúturnar en annars þurfum við bara að spila á fullu og ná góðri stemmningu því þá vinnum við.

Má ekki treysta því að skotin þín muni öll kveikja í netinu í heimaleiknum?
Jú, ég ætla vona það. Ég var óheppin með nokkuð mörg skot í gær en lofa því að það verði ekki svoleiðis á mánudaginn
 
Tökum við ekki heimaleikinn og setjum þetta í úrslitaleik?
Jú klárlega! Það er ekkert annað í boði. Ég vill bara minna á það að það er leikur á mánudag sem skiptir gríðalega miklu máli og þá verða að vera mikið af áhorfendum!!
 
Að lokum ákváðum við að biðja Val Orra að gefa okkur smá innsýn inn í liðið og klefann;
1. Besti meðspilarinn: Það er eiginlega bara liðið sjálft. Annars er alltaf gott að fá leiðbeiningar frá þeim eldri eins og Magga, Arnari og könunum.
2. Hjátrúafyllsti meðspilarinn: Hef ekki tekið eftir neinu sérstöku. Nema kannski hjá Magga, hann biður fyrir leiki.
3. Mesti húmoristinn: Allir með góðann húmor. En mesti bullarinn er að sjálfsögðu Hafliði Már Brynjarsson
4. Mesta "swagið": Maggi Gunn klárlega. Enda er hann "Swagalegur".*
 
*Fyrir þá sem eru ekki af rappkynslóðinni þykir rétt að útskýra orðið "swag" eða "swagger". Þegar einstaklingur er með "swag" hreyfir hann sig, hegðar sér og lítur út fyrir að vera fullur sjálfstraust, hann er svalur og meðvitaður um eigið ágæti sem leyðir það af sér að hann öðlast sjálfkrafa virðingu þeirra sem hann mætir. Þá tengist þetta einnig því hvernig viðkomandi klæðir sig, þ.e. að hann fylgi tísku og tískubylgjum. Dæmi um íþróttamenn sem eru með talsvert "swag" eru til að mynda Kobe Bryant og David Beckham, hvor á sinn hátt...