Valur Orri vonar að viljinn verði Keflavíkurmegin á mánudag
Keflavík mætir KR í toppslag Domino´s deildarinnar á mánudaginn í DHL höll þeirra Vesturbæinga. Leikmenn Keflavíkur eru orðnir spenntir fyrir leiknum en að sögn Vals Orra Valssonar leggst leikurinn vel í menn. Valur hefur spilað vel í jöfnu Keflavíkurliði í vetur en hann er með 8 stig, 3 fráköst og 4 stoðsendingar að meðaltali í leik það sem af er. Heimasíða Keflavíkur heyrði í honum hljóðið og spurði hann út í komandi leik við KR.
Styttist í toppslaginn við KR þar sem Keflavík á harma að hefna frá fyrri umferð, hvernig leggst þetta í þig?
Já, það er rétt. En þetta leggst mjog vel í mig eins og alla aðra leiki sem við spilum. Þetta er bara eins og hver annar leikur sem við reynum að spila vel í og vinna.
Hvað þarf að leggja áherslu á til að fara með sigur úr Vesturbænum?
Held það sjái það allir miðað við góðu leikina okkar og slæmu leikina okkur þá er það bara vörnin og spila saman i sókninni sem vinnur leiki fyrir okkur. Þegar við gerum það erum við mjög góðir.
Nú hefur Martinn Hermannsson verið að spila eins og engill undanfarið. Myndir þú telja að hann sé þeirra helsta vopn ásamt Pavel eða eru fleiri sem þarf sérstaklega að varast?
Þeir eru allir mjög góðir en þeir tveir hafa verið að leiða þetta hja þeim, þó svo að þeir seu frekar líkir okkur upp á það að gera að það eru tveir menn i hverri stöðu sem eru góðir og geta spilað. Þó þeir eigi ekki sinn besta leik þá stíga alltaf aðrir upp.
Hvaða styrkleika höfum við fram yfir KR?
Ég vona að við höfum meiri vilja á mánudaginn en það skiptir miklu máli.
Að lokum, hvernig lýst þér á framhaldið í deild og úrslitakeppni?
Lyst vel á restina þar sem við erum i mjög góðri stöðu. Styttist í úrslitakeppnina sem er alltaf skemmtileg og vonandi náum við að fara lengra í ár en í undanfarin tvö ár.