Fréttir

Körfubolti | 22. febrúar 2007

Varnarlaus fyrrihálfleikur varð stelpunum að falli

Stelpurnar töpuðu fyrir Gríndavík 86-93 í Keflavík í Iceland Express-deildinni í gær.  Það voru alls 20. stig sem skildu liðin af í fyrrihálfleik hreint ótrúlegt miðað við að liðin eru að berjast um 2. sætið og heimaleikjaréttinn í úrslitakeppninni.

 Það virtist sem stelpurnar hefðu ákveðið að sleppa varnarleik í fyrrihálfleik því gestirnir skoruðu að villd og fengu eins mikið að fríum skotum og þær vildu. Greinlegt að þær voru eitthvað udan við sig eftir bikarleikinn um síðustu helgi. Staðan í hálfleik var 32-52 og útlitið alls ekki bjart.

Seinnihálfleikur fór rólega af stað og tók liðið heilar 2. mín. að skora.  Stelpurnar fóru að spla vörn í seinnihálfleik með góðum árangri og loksins fór liðið að berjast.  Í raun var eins og annað lið væri á vellinum því þær fóru að pressa og berjast um hvern bolta.  Forskot Grindavíkur varð fljótlega að engu og leikurinn varð loks skemmtilegur á að horfa.

Of mikil orka fór þó í að ná niður forskotinu og gestirnir sigur framúr og lokasprettinum

Kesha átti frábæran seinnihálfleik og var sú eina skila sínu sóknarlega í fyrrihálfleik. Kesha endaði með 44 stig og tók 6 fráköst. Kara, Bryndís og Birna áttu einnig fínan seinnihálfleik.

Keflavík er með 26 stig í öðru sæti en Grindavík er með 24 stig í því þriðja.  Það er því nokkuð ljóst að stelpurnar hafa alls ekki efni á öðrum svona leik í vetur ætli þær sér annað sætið.

Stigahæstar;

Kesha    44 stig
Birna     16 stig
Bryndís  11 stig
Kara       7 stig