Fréttir

Körfubolti | 27. maí 2004

Vefsíðan í hægagangi, leitað að nýjum vefstjóra

Eins og glöggir netverjar hafa tekið eftir hefur fréttaflutningur Heimasíðunnar verið með allra rólegasta móti upp á síðkastið. Ástæðurnar eru tvær, sú fyrri augljóslega að leiktíðinni er lokið og því minna fréttnæmt en ella, en sú seinni er að vefstjóri undanfarinna ára, Hrannar Hólm, hefur verið önnum kafinn á ferðalögum erlendis. Þar að auki hefur hann sagt “starfi” sínu lausu sem vefstjóri og ekki hefur fundist eftirmaður. Leit stendur yfir af áhugasömum og góðum penna, og eru allar ábendingar vel þegnar. Vonir standa til þess að nýr vefstjóri finnist hið fyrsta, en þar til það gerist mun “sá gamli” kannski henda inn grein og grein, þó ekki af sama þrótti og fyrr.