Veisla framundan!
Veisla er framundan fyrir körfuknattleiksáhugafólk en þá munu fjórir leikir fara fram á fimm dögum.
Þetta byrjar á morgun, miðvikudag, með grannaslag í Domino's deild kvenna en þá koma Njarðvíkurstelpur í heimsókn og hefst leikurinn klukkan 19.15.
Á fimmtudag koma Snæfellingar í heimsókn í Toyota-höllina og spila við strákana í Domino's deildinni og hefst sá leikur líka klukkan 19.15.
Á sunnudag spila strákarnir svo við KR-inga í vesturbænum í 32ja liða úrslitum bikarkeppni KKÍ. Í sömu keppni á mánudaginn tekur svo hið feiknasterka B-lið Keflavíkur á móti Njarðvíkingum.
Stjórn KKDK vill taka fram að þar sem leikur B-liðsins er skiptileikur og ekki í umsjá stjórnar KKDK þá munu allir þurfa að greiða aðgögnugjald, bæði ársmiðahafar og aðrir. Óvíst er hvort Damon Johnson muni spila þann leik en það mun koma í ljós um helgina, en að minnsta kosti mun Sigurður Þ. Ingimunarsson mæta og gert er ráð fyrir miklum svo stuðningsmenn eru hvattir til að mæta snemma. Heyrst hefur að í hálfleik verði troðslukeppni en heimasíðan mun fara yfir það þegar nær dregur.
Það er því ljóst að nóg er um að vera næstu daga og hvetjum við sem flesta til að láta sjá sig í Toyota-höllinni sem og í vesturbænum.