Veislan heldur áfram á sunnudag í vesturbænum
Ljóst varð í gærkvöldi að það verða KR-ingar sem mæta okkar mönnum í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar sem hefjast á sunnudag. Það verður svo sannarlega verðugt verkefni að glíma við þá röndóttu sem hafa gríðar öflugu liði á að skipa og hafa aðeins tapað tveimur leikjum í vetur. Keflvíkingar hafa þurft að játa sig sigraða í heil fjögur skipti fyrir þeim þennan veturinn sem er e.t.v. „Keflavíkurmet“ í Vesturbænum og klárt markmið að nú skal blaðinu snúið við.
Ljóst er að stemmingin í okkar herbúðum er mögnuð þessa dagana og allir eru staðráðnir í kynda lestina í botn og verja Íslandsmeistaratitilinn. Rosaleg rimma er í vændum og til að tjalda öllu sem til er þarft þú stuðningsmaður góður að mæta með gullbarkann og teskeiðarnar á hvern einasta leik og hvetja okkar Ungmennafélagsdrengi til sigurs. Meira um sunnudagsleikinn síðar..........
ÁFRAM KEFLAVÍK – VIÐ ERUM BESTIR
Leikdagar í einvíginu:
1. leikur 22. mars, sunnudagur kl. 19.15 KR-Keflavík - DHL-höllin
2. leikur 24. mars, þriðjudagur kl. 19.15 Keflavík-KR - Toyota-höllin
3. leikur 27. mars, föstudagur kl. 19.15 KR-Keflavík - DHL-höllin
4. leikur 30. mars, mánudagur kl. 19.15 Keflavík-KR - Toyota-höllin (EF ÞARF)
5. leikur 2. apríl, fimmtudagur kl. 19.15 KR-Keflavík - DHL-höllin (EF ÞARF)
P.s. Þorsteinn Lár er búinn að setja inn skemmtilegt myndskeið frá Njarðvíkureinvíginu: http://www.youtube.com/watch?v=vED3jkho8Cc