Vel heppnað KEA-skyrmót
Níunda KEAskyrmóti Breiðabliks lauk í gær. Tæplega 90 lið voru skráð til keppni frá 13 félagsliðum með rúmlega 500 þátttakendur og er óhætt að fullyrða að allt hafi gengið mjög vel fyrir sig.
Spilað var á þrem völlum á laugardag en á 5 völlum á sunnudaginn en þá var hluti mótsins fluttur í íþróttamiðstöðina í Versölum, við Salaskóla í Kópavogi. Mótið gekk í alla staði mjög vel og er það fyrir tilstilli þeirra mjög margra iðkenda og foreldra sem lögðu hart að sér að gera þetta mót eitt af stærstu körfuknattleiksviðburðum á Íslandi. Mótið hófst kl. 8:30 báða dagana og hélst tímaáætlun vel.
Keflavíkingar voru með marga spræka krakka í mótinu og stóðu þau sig öll með mikilli prýði.
Sveitir og hressir strákar ásamt þjálfara og liðstjórum að loknu vel heppnuðu móti. ( mynd Friðrik Marteinsson )