"Við eigum bara eftir að verða sterkari" - Stutt viðtal við Söru Rún
Keflavíkurstúlkur hafa byrjað tímabilið með látum og með sigri á Hamar um helgina er liðið eitt á toppnum með fjóra sigra í fjórum leikjum. Þetta er eitthvað sem fyrirliðar, þjálfarar og formenn liða Domino´s deild kvenna gerðu ekki ráð fyrir enda var liðinu spáð 5. sæti. Sarar Rún Hinriksdóttir hefur verið að spila gríðarlega vel í þessum leikjum og heldur áfram að vera burðarstólpi í liðinu en þrátt fyrir ungan aldur er Sara orðin einn leikreyndasti leikmaður liðsins.
Sigurinn gegn Hamri á laugardag var nokkuð öruggur þrátt fyrir basl í byrjun - bjuggust þið við Hamarsstúlkum svona sterkum fyrir leik? Já ég myndi segja að við höfum alveg búist við þessu.Síðasti leikur okkar við þær var alveg jafn fram í 4 leikhluta þar sem við stelpurnar vorum bara ekkert tilbúnar. Við höfum verið að vinna þessi ‘topplið’ uppá síðkastið og svo núna kepptum við lið sem var spáð kannski aðeins neðar í deildinni. Þetta sýnir að deildin í ár er mjög jöfn.
Hvað skóp að lokum sigur? Ég myndi segja að sigurviljinn sem Keflavíkurliðið hefur hafi bjargað okkur þarna.
Nú hafi þið byrjað á 4-0 "runni", hvað geti þið haldið því áfram lengi? Það erundir okkur sjálfum komið en við getum unnið ölll iðin í deildinni. En liðin eru mörg sterk því er bara að halda hausog taka einn leik í einu og horfa fram á við.
Hver er munurinn á tímabilinu í ár og í fyrra svona í upphafi? Ég held að það sé bara að deildin er jafnari, við þurfum að hafa meira fyrir hverjum leik, í fyrra voru sum liðin mun slakari en önnur en núna er þetta allt mjög jafnt.
Hvernig finnst þér nýji leikmaðurinn og þjálfarinn koma út? Þetta er allt að slípast saman, við erum að læra á þau og þau eru að læra á okkur. Porsche er ótrúlega góður leikmaður og ég er viss um að hún eigi eftir að gera mjög góða hluti í vetur. Andy er að kenna okkur marga frábæra hluti sem við höfum ekki séð áður. hann er að koma með öðruvísi áherslur inn í liðið, bæði í vörn og sókn, svo við eigum bara eftir að vera sterkari.
Eitthvað að lokum? Já, ég vill þakka mjög góðan stuðning frá stuðningsmönnum