Vildarkort Körfunnar í Keflavík komin í hús!
Með breyttum aðstæðum í íslensku efnahagslífi hefur Körfuknattleiksdeild Keflavíkur séð sig knúna til þess að leita nýrra leiða til þess að fá fé inn í félagið. Ein af þessum leiðum hefur litið dagsins ljós og er það von stjórnar að vel verði tekið í þá hugmynd.
Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hefur hafið sölu á Vildarkortum Körfunnar í Keflavík sem gilda á alla deildarleiki karla og kvenna í Toyota Höllinni í vetur. Kortið kostar 2500 kr. og gildir það einnig sem happdrættismiði á leikjum. Þessi kort gilda í sæti uppi og mikilvægt er að hafa það í huga til að fyrirbyggja allan misskilning að þau gilda EKKI á bikar- og úrslitaleiki. Það er von okkar um að fólk nýti sér þetta einstaka tækifæri og fjárfesti í svona korti. Þetta þýðir að hægt sé að fá mjög ódýra skemmtun í allan vetur, ásamt því að styðja við bakið á leikmönnum Keflavíkur, þau þurfa svo sannarlega á því að halda í dag. Einnig er þetta frábær leið fyrir stjórnendur fyrirtækja til þess að gefa starfsmönnum sínum flotta kreppugjöf fyrir veturinn. Látið orðið berast og fjárfestið í þessum kortum strax í dag!
Kortin er hægt að nálgast á Hótel Keili alla daga eftir klukkan 14:00. Einnig getur Þorsteinn Lár, framkvæmdastjóri KKDK, gefið upplýsingar í síma 773 4011.
Áfram Keflavík!
Kveðja,
Stjórnin